Íslensk samstaða

Fólk af heilli deild fyrirtækis, leggur af stað til að koma á framfæri sínum réttlætiskröfum við forstjóra sama fyrirtækis. Þegar að hurð forstjórans er komið, eru tvær sálir eftir af allri deildinni og þegar hurðin oppnast, þá er ein sála eftir af öllum hópnum. Sú er rekin á staðnum og fær í besta lagi augngotur frá vinnufélögunum, á leiðinni út í kuldann. Það gæti nefnilega verið að extra dúsa fengist með hollustunni við óréttlætið. Þetta er hin alkunna íslenska samstaða í hnotskurn. Í íbúðahverfi reknu sálarinnar, búa vinnufélagar og vinir sem segja; þú skilur, við þurfum að hugsa um börnin okkar, heimilið og ekki síst almenningsálitið. Skiljanleg afstaða en ekki til þess fallin að standa vörð um eitt né neitt.

Í dag er þessi sála Hörður Torfason. Með honum er hlutfallslega sama mannhaf og í sögunni að ofan. Þau mótmæli sem hann stendur fyrir hafa skilað árangri hingað til, en ef ekki fleiri mæta í framhaldinu, þá fara þau að missa marks. Það er hörkufólk sem þorir að horfast í augu við óréttlætið og leggja sinn heiður að veði fyrir falli þess óréttlætis. Breiður stuðningur sem nær út yfir eigið kredítkort er það sem þarf til að hrekja ósómann úr grenjum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband