Sólskin í myrkri!

Sólin hefur skinið, en einhvern veginn nær hún ekki til manns þessa dagana. Hvað veldur? "Skaupþing" veldur. Ekkert óeðlilegt né ólöglegt segir "Hreðjar Már". Sá sérstaki telur ekki tilefni til frystina eigna, þær séu ekki til! Allir telja hins vegar eðlilegt að skattborgarar borgi þetta "ekki" ólöglega, en gerendur eigi að sleppa - ótrúlegt.

Hvað varð þess valdandi að Seðlabankinn jós 80 milljörðum í "Skaupþing", á síðustu metrum þess? Hvers vegna batt sá sami banki gengið í nokkra daga um og eftir hrundaginn? Á þeim tíma segir sagan að einkaþoturnar hafi flogið sem aldrei fyrr, með fullar töskur af gjaldeyri innanborðs. Verði bankaleyndinni ekki aflétt eftir helgi, bíð ég ekki í framhaldið. Nú tel ég að fólk sé búið að fá endanlega nóg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna kom rétta spurningin:

Hver er ábyrgð Seðlabankastjóra í þessu öllu?

Hefur hann skrifað undir of marga og of háa "víxla" til "einka-bankanna"

sem hann getur síðan ekki staðið undir; ef á reynir?????????

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Sæll Mr. Jón.

Bendi á ágæt blogg Agnars Þorsteinssonar um þetta, en þar talar hann um gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans þá tvo daga, sem gengið var fast. Hins vegar finnst mér vanta í umræðuna hvað varð um þær 500 milljónir evra, sem Seðlabankinn dældi inn í "Spaugþing" á svipuðum tíma. Fóru þær milljónir í töskur og síðan með einkaþotum út í heim? Hvers vegna eru viðkomandi ábyrgðarmenn Seðlabankans á þeim tíma, ekki spurðir um þetta?

Hreggviður Davíðsson, 3.8.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Belsen

Miðað við umfang svikamyllunnar þá hljóta þeir að líta á 500 miljónir evra sem smá klink í kassa Spaugþings.

Að öðru hin norsk-franska réttlætislögga tók upp hanskann fyrir okkur um daginn í góðri grein í heimspressunni. Hvaða skoðun hefur þú á því máli ? 

Belsen, 4.8.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband