Hingað til friðhelgir "farísear".

Björn braut niður húsið sitt fyrrverandi og sýndi okkur fram á að enn eru til heiðarlegir karlmenn á Íslandi.

Hann tók 34 milljónir að láni út á húsið, sem varla var meira en 60 % af veðhæfi þess. Seðlabanka- okurvaxtastefnan neyddi hann sem aðra, til erlendrar lántöku. Óðir bankaræningjar rændu bankann hans með fulltingi stjórnvalda og settu bankann á hausinn. Bankinn tók krónuna okkar með í fallinu og heildarreikningur vegna ránsins er stílaður á börnin okkar og ófædd þeirra börn. Björn hins vegar er látinn setja húsið sitt uppí ránsreikninginn og ekki nóg með það. Skuldin hans við bankann hefur hækkað þrátt fyrir að þeir hrifsuðu af honum húsið.

Bankinn ætlaði sér að leigja út húsið þar til "viðunandi" verð fengist fyrir það. Trúir einhver því að bankinn hafi ætlað sér að setja þær leigutekjur inná skuld Björns við bankann??? Sigurður G. og Sigurjón "digri" fóru öðruvísi að. Hví ætti þeirra módel ekki að gilda fyrir aðra landsmenn?

Takk Björn M. fyrir að sýna fram á að til séu karlmenni hér til lands, sem hafa kjark og þor til að velta um, þó ekki sé nema einu borði "faríseanna og landráðamannanna", og taka ábyrgðina á því. Hef samt litla trú á að dómstólar þori að dæma Björn til fangelsisvistar. Til þess standa þeir orðið of einir í slíku áliti, sem betur fer. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband