Aftur heima.....

.... eftir að hafa dáið drottni mínum á bráðamóttöku Landsspítalans þ. 13. nóv s.l. Fullur af þakklæti og auðmýkt og óendanlegu stolti yfir að vera af sama meiði og fólkið á Landsspítalanum, er ég aftur heima við góða heilsu, þökk sé því frábæra fólki. Svo les ég um niðurskurð og fækkun fólks í heilsugeiranum. Áætlanir stjórnvalda um sparnað. Sparnað sem kemur til með að dæma fólk í sömu sporum og ég var í, til dauða. Áætlanir um að gera líf starfsfólksins á spítölunum að hreinu og kláru helvíti. Þrælkun án mannlegra tilfinninga.

Ætlum við að leyfa þessu helvítis siðspillta pakki að eyðileggja allt í þjóðfélaginu? Það er búið að eyðileggja efnahag komandi kynslóða, traustið líka og nú á að ganga á milli bols og höfuðs á heilsugæslunni okkar líka. Selja hana undir rudda- kapítalisma, án siðgæðis. Ætlum við bara að horfa á og láta troða sömu kartöflunni í kokið á okkur í málefni af málefni? Drúpa höfði og sætta okkur við upprifina afturenda á okkur sem og okkar afkomendum af þessum siðspillta lýð, sem hefur í erfðir fengið að hanga á tönnunum í bakinu á okkur? Er ekki tími til að mæta sameinuð gegn þessari óværu og láta hana hvergi komast inn í raðir okkar landsmanna? Steypa óværunni af björgum fram með allri hennar græðgi og ómennsku í eitt skipti fyrir öll. Látum í okkur heyra og skráum okkur öll í samtökin "við borgum ekki". Guð veri með ykkur mitt ástsæla fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir pistilinn

atvinnulaus hjúkrunarfræðingur

Hólmdís Hjartardóttir, 22.11.2008 kl. 01:04

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir pistilinn

Atvinnulaus hjúkrunarfræðingur

Hólmdís Hjartardóttir, 22.11.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Þú átt minn stuðning frá mínu ynnsta hjarta og ég mun fyrr duður liggja en að ganga óbættur hjá garði í þesum efnum. Hólmdís við getum ef við viljum. Ég tek í hönd þína og þú í hendur þinna og síðan koll af kolli og við uppnáum kraftaverk í sameiginlegu átaki. Þú ert hetjan mín.

Hreggviður Davíðsson, 22.11.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband