12.10.2008 | 21:48
Illa gerður pappakassi
Voðalega er hann Brown eitthvað pappakassalegur. Ég held að maðurinn sé hreinlega illa gefinn og meira en lítið fráhrindandi persóna. Ekki að undra að Blair hafi ekki viljað hann á sínum tíma. Hann er nú samt með sína Darling sér við hlið, og saman eru þeir hálfu verri en ella. Ef nú vorir eðalsveinar ná upp um sig buxunum, eiga þeir að stefan þessum drengjum og það strax. Hefðu reyndar átt að gera það um leið og tvíeykið breska, réðist á landið með kjafti og klóm. Ég skil bara ekki hvers vegna þessi sendinefnd á vegum breta fékk að stofna til funda hér á landi, áður en stefnan var send héðan. Við erum með öll rök okkar megin, hvernig sem á málið er litið. Það stendur þó út af borðinu að birta samtal Dýra við Darling. Þó Dýri hafi í því samtali sagt eitthvað ruglað, er það ekki næg ástæða til að setja landið okkar í herkví. Svo þarf að fylgja þessum spjátrungi, sem Jón Ásgeir kom með, út á flugvöll og koma honum í fyrstu vél héðan.
Það þýðir ei annan en að reisa kamb fyrir Geir og hans áhöfn. Áfram Ísland.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 03:26
Hvað um íslensku?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 02:31
Að halda sönsum
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 01:34
Í banka sérhvers manns
Steinn Steinar var gargandi snillingur, ekkert minna en það. Það er ótrúlegt hvað kvæðið heldur sér, þegar skipt er út orðinu draumur og banki sett í staðinn.
Í banka sérhvers manns er fall hans falið, þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg, af blekkingum sem brjóst þitt hefur alið, á bak við veruleikans köldu kló.
Þinn banki býr þeim mikla mætti yfir, að mynda sjálfstætt líf sem ógnar þér, hann vex á milli þín og þess sem lifir, og þó er engum ljóst hvað milli ber.
Gegn þinni líkamsorku og andans mætti, og öndvert þinni skoðun reynslu og trú, í dimmri þ´ögn með dularfullum hætti, rís bankans bákn og jafnframt minnkar þú.
Og sjá þú fellur fyrir banka þínum, í fullkominni uppgjöf sigraðs manns, hann lykur um þig löngum armi sínum, og loksins ert þú sjálfur bankinn hans.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 21:03
Kæri lesandi
Á einni nóttu eru bankar landsins rúnir sínu verðmætamati og falla úr x milljörðum niður í núll. Þeir sömu bankar hafa hækkað húsnæðislán viðskiptavina sinna, um í sumum tilfellum 90 % milli ára. Það er í hæsta máta réttlætiskrafa að þau lán verði færð til þeirrar upphæðar, sem þau stóðu í við lántökuna. Ef verðmætamat bankanna var svo vitlaust sem raun ber vittni, hví í ósköpunum eiga þá þeirra "hypotes" hækkanir á lánum að gilda? Þeir eru ekki lengur til og hví ætti hækkanaruglið þeirra á þessum að lifa en ekki þeir?
Stöndum saman og gerum alvöru úr þessari réttlætiskröfu. Sendið endilega skoðanir ykkar á þessu til mín undirritaðs, hvort heldur þið veljið að senda þær skriflega, gegnum síma eða á netpósti. Einnig má gefa sín sjónarmið til kynna á blogginu. Mér þætti vænt um að heyra ykkar álit á því, hvernig standa mætti að þessu og fleira í þeim dúr. Eins ef þið eigið vini og ættingja, sem eru í snöru þessara hækkana á lánum, væri vel þegið ef þið sendið þesar upplýsingar til þeirra.
Ætlunin er að setja þetta mál í hendur lögfróðra aðila, sem eru í sömu sporum og við í þessum efnum. Tekið skal fram að þáttaka er að öllu án alls kostnaðar.
Með virðingu
Hreggviður Davíðsson
Fossveg 4, 800 Selfossi. Símar: 568 8076, 865 8076. Netpóstur: reggie@simnet.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 11:03
Kæru landar.
Nú er ástæða til að þjappa sér saman. Finna að við séum ein fjölskylda eins og Bubbi söng um á Austurvelli. Við þurfum að sjá til þess að húsnæðislán verði lúsahreinsuð, þ.e.a.s. verði a.m.k. ekki hærri en þegar til þeirra var stofnað. Það eru engin rök, sem styrkja það að á einu ári hækki þau um 90 %. Þegar bankar eru á einni nóttu, settir úr x milljörðum niður í núll, er engin ástæða til að sætta sig við hækkanaruglið á húsnæðislánunum. Bankarnir sáu til þessara hækkana á lánunum. Nú eru þeir ekki lengur til, né þeirra verðmat hátt skrifað í dag, þannig að þessi rétlætisaðgerð er í hæsta máta eðlileg.
Vill ekki einhver til þess menntaður, taka ð sér að koma af stað þjóðarsátt um þetta? Safna fólki saman og ganga í að gera þessa hluti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 01:42
Blessaður maðurinn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 18:13
Gefins máltíð?
Elskurnar mínar, þær máltíðir eru ekki til. Ætli tími atvinnunnar sé ekki kominn á ný, þar sem það kostar erfiði að eiga fyrir máltíð? Nú víkur því svo við að hinn vestræni heimur; hefur vegna græðgi stundarinnar; framselt framleiðsluna til Asíu. Þar hefur verið iðjusamt fólk og sparsamt, sem hefur verið meðvitað um gildi vinnunnar og auranna sem hún skapar. Vesturheimur hefur hins vegar trúað því, að vegna greindar gæti hann stjórnað öllu og öllum og tekið fyrir það afrakstur vinnu annarra! Ekki lengur virðist vera. Spilaborg spákaupmennsku með gömul gildi og undirstöður þjóðfélaga, er hrunin. Eftir stendur að vinna er auðnu móðir. Eflaust telja sumir það göfuga vinnu og vittni um snilld að skuldavefja og ævintýra afkomu sinna eigin þjóðfélaga, en trúið mér, svo er ekki.
Asía er að mínu mati orðin ógnvænlega sterk í samfélagi heimsálfanna. Hún á það eflaust skilið vegna þess að þar hafa menn ekki misst sjónar á þeirri staðreynd að gefins máltíðir eru ekki til.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 15:03
Ný tækifæri
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 12:02
Putin minn.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)