7.10.2008 | 00:44
Guð í hljóðnemanum
Ég er viss um að Guð kom við í hljóðnemanum, sem Geir talaði í í dag. Það er eitthvað svo skrítið að æðsti strumpur sjálfstæðisflokksins keyri í gegnum Alþingi, lög um ríkisrekstur yfir heila peningastafrófið. Hann stóðst ekki lengur kvalir velgjunnar, sem hrjáð hafa hann og hans áhöfn, vegna vissunnar um að þurfa þennan fjanda. Hljóp því til áður en gusan stóð út úr honum og þvílíkur kraftur í karli. Það má hann eiga blessaður að nú vaknaði hann og sagði sína meiningu (gegn betri sjálfstæðisflokks vitund sinni). Til að svona stökkbreyting geti átt sér stað, þarf eitthvað eins og tilfærslu Guðs að gerast. Sjá, vér erum vittni að kraftaverki, hugsaði ég með mér. Guðni er raddsterkur maður og með sinni tilvísan í Drottinn fyrr á tímum, held ég að runnið hafi allt blóð Alþingis til skyldunar í dag og kvöld.
Nú þurfa flokkunaraðilar, sem segja slá af þetta og þennan en ekki hinn, að halda heilsu manna mest. Ég mæli því með að keyft verði ávaxtapressa á Alþingi, sem getur pressað safan úr rauðbeðum ('osoðnum) gulrótum og smá bita af engifer, einnig ósoðnum í jafnmörg glös og þingmenn og þeirra ráðgjafar eru. Hverjum aðila verði gert að drekka eitt glas á dag af þessu, auk þess að taka omega 3 og magnesium og kalk. Forðast cokain og sulli í brennivíni og taka á þessu eins og fullfrískir aðilar. Vinir og frændur liggja margir í valnum eftir slæginguna, sem verður eflaust verst að framkvæma fyrir sjallana í málinu öllu.
Ég mun senda þessu fólki blessun mína og biðja þess að litir pólitíkur verði fyrst teknir í aflitunarklefa, áður en umsækendur um vandræðapeninga koma til flokkunar. Úrkast og ekki og því um líkt. Ég hugsa að stjórnendur bankanna fyrrverandi, gætu orðið fínir strædókeyrarar. Þeir kunna vel til allra leiða að lánum og því ættu þeir að aðlagast strædóleiðunum fljótt og vel. Það er jú fyrir mestu að hafa einhverja vinnu handa öllum. Ég var að skilja það rétt, eða er það ekki?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 18:46
Dabbi og Nonni
Davíð tók um spírur tvær, tuktaði þær og hristi. Við það gerðist Nonni glær, svo gullið sitt þar missti.
Nonni undi hag sínum illa og segir:
Í sögu landsins stærsta rán, seðlabankinn framdi. Nú burtu er mitt baugalán, og brostinn stórhugsandi.
Þá lítur Dabbi upp og regir sig. Drynur síðan yfir Nonna og næsta nágrenni:
Höldur Baugs og Hannesar, hallir byggði úr sandi. Þið auralausu aumingjar, andskotist úr landi.
Ég bíð spenntur eftir framhaldi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 15:51
Hagsmunagæsla eða hefnigirni
Nú er spurningin hvaða hagsmunir verða ofaná í framhaldinu varðandi Glitni. Hvort verður það Landsbankinn eða Byr, sem fær Glitni? Ég get ekki betur séð en að Glitnir hafi verið sveltur til hlýðni og síðan tekinn að hætti Castró. Ég er ekki með þessu að réttlæta það sukk og svínarí, sem viðgengist hefur í bankanum og hjá eigendum hans, heldur er ég að benda á hugsanleg hagsmunatengsl og djúphugsaða refskák til að koma höggi á vissa aðila sem tengjast bankanum. Eignastaðan hjá Glitni virtist vera í lagi og reksturinn í Noregi með ágætum, sem telur ca 30 % af heildarumsvifum bankans. Samt þurkast hann af lausafé, sem leiðir til þessara makalausu tíðinda helgarinnar.
Flugumýrarbrennan var stór og færð til sögunnar. Brenna helgarinnar gefur henni ekkert eftir að mínu mati.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 11:07
Allt of lág laun
Strákaræflarnir sem eru við stjórnvölinn í bönkunum eru á allt of lágum launum. Ekki nema von að þeir kasti til höndunum á þeim lúsarlaunum, sem þeir fá. Langt innan við 100 milljónir á mánuði!! Auðvitað ekki ásættanlegt fyrir þá miðað við þann árangur, sem þeir hafa sýnt. Ég meina, það gekk náttúrlega ekki að hafa ríkissjóð skuldlausan og krónuna í einhverjum svimandi hæðum.
Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju bankaskrattinn mátti ekki fara á hausinn? Hverra hagsmuna er verið að gæta með að redda honum? Eru það hagsmunir fólksins í landinu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 23:11
Bílhræ til sölu!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 18:14
Að hjálpa sínum næsta
Ég var að hugsa til hans Davíðs og hans stöðu. Það þarf einhver að hjálpa karlinum út úr þessum ógöngum hans. Hann þarf að komast í frí maðurinn. Hann er algerlega útslitinn þarna undir "Svörtuloftum" og er ekki orðinn svipur hjá sjón blessaður maðurinn. Hann mokar og mokar kolum á verðbólgubálið og hefur gert misserum saman án frívakta að heitið geti. Vökulögin þverbrotinn á manninum, sem og á öllum strákunum á vaktinni með honum. Getum við ekki hjálpast að við að leiða drengina út í sólskinið og slökkva um leið eldana undir verðbólgukatlinum í eitt skipti fyrir öll?
Það þarf að taka þetta gjaldeyrislán hið fyrsta, alla vega áður en krónan hverfur alveg í skítinn. Hækka bindiskyldu bankanna og helst að núlla stýrivextina. Þeir bankar sem ekki klára sig, eiga skilyrðislaust að fara á hausinn, rétt eins og þeir meðhöndla sína viðskiptavini. Lausafé eiga þeir að geta fengið hjá Seðlabankanum (Ríkinu) hér eftir sem hingað til, þó ekki til að kaupa gjaldþrota jakkafataverslanir um víðan Evrópuvöll. Einkavæðing gróða en ríkisábyrgð taps, er eitthvað sem tilheyrði löngu liðnum Sovéttíma, því algerlega óásættanleg aðferð í nútímanum.
Bankarnir ákváðu sjálfir að sprengja upp verð á öllum fasteignum og jörðum í landinu og lána út á í takti við það, því ættu þau veð ekki að nægja þeim í dag eins og þá þegar lánin voru veitt? Hvað hefur breyst? Þeir töldu í taktinn og ég sé ekki annað en að þeir verði að dansa í þeim takti, lagið á enda.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 02:30
Nú liggur mér á.
Já, ég á ekki eftir svo marga dagana á klakanum að þessu sinni og því veður á mér, sem aldrei fyrr. Hef efni sem ég vill endilega koma á framfæri og biðja fólk að hugsa um. Það er þetta með býflugurnar. Þær eru farnar að deyja umvörpum um allan heim. Rata ekki heim í búin sín og verða úti. Þessa varð fyrst vart í California fyrir nokkrum árum og menn töldu að kaldri veðráttu væri um að kenna. Næstu ár fór hins vegar dauði flugnanna í vöxt og hans varð vart um alla Ameríku og líka í Evrópu og Ástralíu. Nú er ástandið orðið alvarlegt og hjá hunangsbændum er um verulegt tjón að ræða. Samkvæmt nýjustu ransóknum þá virðist sem flugurnar þoli ekki geislun GSM símanna og þar af leiðandi satelitgeislanna ekki heldur. Einstein sagði að þegar síðasta býflugan deyr, þá hefur mannkynið og flest líf, fjögur ár á sér áður en öllu líkur. Sé það staðreyndin, hver er þá meiningin með að rífast um co2? Allt snýst um þá helvísku múgsefjun og því allri umhverfisvitund þar með hent á haugana. Ég spái hratt kólnandi veðri vegna þess að þegar jöklar heimskautanna bráðna, þá kólnar hafið niður eftir hnettinum með þeirri afleiðingu að hafið hægir á losun co2 og metani úr sér sjálfu. Það hefur skeð áður og haft í för með sér mismunandi stórar ísaldir. Tundran er nú að bráðna og sendir frá sér ofboðslegt magn metan, en það er ótrúlega fljótt að snúast, þegar hafið kólnar niður í átt að miðbaug. Væri ekki ráð að íhuga hvað geislar gerfidiskanna eru að gera okkur? Hvernig virkar nú aftur örbylgjuofn? Er eitthvað skilt þar á milli, þ.e.a.s. milli gerfihnattageislunar og örbylgjugeislunar? Hvenær fór að bera á fósturdauða í ám? Var hann til staðar fyrir gerfihnattavæðinguna? Hlýnun, verður hún til í örbylgjuofni? Hvað með bylgjur gerfihnattana? Nennir einhver að pæla i þessu, eða er bara einfaldast að fylgja Al Gore og hafa einn óvin, nefnilega co2?
Hreggviður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 22:39
Styðjum frændur vora
Þrátt fyrir erjur gegnum aldir, maðkað hveiti, síldarslagsmál og nú síðast hnútukast á fjármálamarkaði, þurfum við að láta blóðið renna til skyldunar og styðja frændur vora, dani. Þeir eiga í erfiðleikum vegna skopmyndanna frægu og standa núna vinafáir og smáir, gegn öllum múslimaheiminum. Fánar þeirra brenndir og börn alin upp í því að göfugt sé að myrða dani. Gleymum ekki því að ástæða þess að blöðin endurprentuðu myndirnar, var að menn voru mættir til að myrða teiknarann. Það má deila um upphaf þessa máls og að myndirnar væru birtar yfir höfuð, en gert er gert og tjáningarfrelsi notað sem ástæða.
Sem norræn og frjáls þjóð, eigum við ekki að standa hjá og firra okkur ábyrgð í þessu máli, heldur sýna í verki að við séum bræðra bestir. Réttast væri að allar norrænu þjóðirnar ásamt þeim sem þora, birti þessar myndir í öllum fjölmiðlum til að sýna að við stöndum með vinum okkar. Þetta er háalvarlegt mál og ástæða til að standa í lappirnar í þessu samhengi. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég skora á pólitíska erindreka þjóðarinnar að taka upp þessi mál á breiðum grunni við þær þjóðir, sem standa okkur næst. Fyrir mitt leyti þá hef ég engan áhuga á að verða neyddur til að undirgangast múslimska löggjöf og verða síðan að horfa á stúlkur barna minna umskornar og íklæddar svörtum sekkjum með litlum götum fyrir augun.
Stöndum með frænum vorum og menningunni okkar. Ég segi enn og aftur, oft var þörf en nú er nauðsyn.
Hreggviður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 01:23
Frekjuhundar, sem reynast væsklar.
Hvað myndi ské ef ég færi í að stofna matvöruverslanir út um hvippin og hvappinn. Verslanir sem legðu lítið á vörurnar og væru í því að undirbjóða Bónus og Krónuna bara sýndarmennskunnar vegna? Jú, eigendur þeirra verslana gerðu allt til að tortíma mér á sem skemmstum tíma. Ofur einfalt.
Það sama gerist í útlöndum þegar menn ætla að hertaka gömul og gróin peningaveldi með kúrekahattinn og sprotana einum vopna. Þeir verða stoppaðir. Það ríkir visst jafnvægi og værukærð í lögmálum viðskiptanna, þú færð þetta og ég hitt, þannig hefur það verið í ára raðir í veröld peninganna. Til þess að komast þangað inn fyrir dyr, þarf annað og meira en skítuga skó og nýríkra frekju. Þegar svo okkar ástkæru nýríku smástrákar rekast á fyrstu mótspyrnu í herförinni, þá hlaupa þeir buxnalausir og vælandi frá fjölmiðli í fjölmiðil. Rakka krónuna okkar í skítinn og haga sér eins og verstu ruddar gagnvart sínum fyrstu og bestu stuðningsaðilum, okkur íslendingum.
Þeir hafa verið uppvísir af að kaupa erlend fyrirtæki, búta þau niður og eyðileggja til að græða einhverja þúsundkalla! Gamalkunnug aðferð, sem hefur afar litla samúð í för með sér. Það liggur við að ég taki mér orð Steingríms moðgræns í munn og segi, fuck them. Heilt ótrúlegt að menn geri svona lagað, sem eru að velkjast í fjármálum dag út og dag inn. Áður en að annar gjaldmiðill verður arftaki krónunnar, þarf að halda utan um hana og vernda, þ.e.a.s. ef menn ætla að vernda land sitt og verðmæti þess. Þessu endalausa hálfvitablaðri um krónuna, verður að linna. Ég vil bara ekki trúa því að siðblinda og frekja nokkurra fárra eigi að fá átölulaust, að tortíma allri baráttu fyrri kynslóða.
Gleymum ekki því að þessi svokölluðu fjárfestingafélög eru bara nokkur skrifborð hlaðin óskhyggjupeningum og án raunverulegra tengsla við hjartslátt þegnanna.
Hreggviður
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 18:28
Siðgæði, hvað er það?
Fatakaup á kostnað annarra, hnífakast, sálrænir erfiðleikar, meirihlutar hér og þar, mannaráðningar og fleira þar fram eftir götunum, er umræðuefnið og fjölmiðlamaturinn að undanförnu. Öll þessi mál áhugaverð og umræðan þörf, en af hverju eru þau til orðin? Hvers vegna varð REI málið svona viðamikið? Ég tel heila klabbið afkvæmi siðgæðisleysis og græðgi. Smástrákar, sem helst hafa unnið við að færa pappíra á milli skrifborða, eru allt í einu orðnir alls ráðandi og stjórna öllum og öllu. Hafa aldrei þurft að hafa fyrir nokkrum hlut og því síður að setja sig í spor annarra. Kjörorðið er: "Ég vil fá". Sem betur fer er siðgæði þjóðarinnar á miklu hærra stigi en hjá þessum egóistum, þess vegna er umræðan í gangi um afglöpin. Svo má ekki gleyma því að vitsmunaflóttinn frá pólitíkinni hefur valdið miklu af klúðrinu, REI málið talandi dæmi um það. Er hjá því komist að fara persónukosningaleiðina í næstu kosningum, bæði til þings og bæja? Það fólk, sem flokkarnir hafa uppá að bjóða, klárar ekki vinnuna sína. Held að það sé flestum ljóst.
reggie
Dægurmál | Breytt 21.2.2008 kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)