27.10.2008 | 00:52
Tækifæri
Eins og ég í fyrra bloggi benti á að hægt væri að gera, nefnilega að skrifa húsnæðislán niður til þeirrar upphæðar er lánið var tekið, er alls ekki fjarlægur draumur. Það verður ekki hægt að reka þetta þjóðfélag með helming þegnanna gjaldþrota. Ég segi fyrir mig að verði ég gjaldþrota, þá mun ég ekki hafa neinn áhuga á að streða eftir það. Í sinni stærstu einföldun þýðir það að ég verð lítilsnýtur þjóðfélagsþegn. Ef slíkt gildir um alla hina, sem kanske hljóta sömu örlög, hvernig á þá að reka þetta þjóðfélag?
Við vitum að skattbyrgði verður aukin til muna, en það verður til lítils ef búið verður að dæma helming þjóðarinnar í skítinn og þar með óhæfa skattgreiðendur. Það þarf enga hagfræðinga til að skilja þetta lögmál, það í raun útskýrir sig sjálft. Raungreinar og hin gamla góða atvinna í tengslum við framleiðslu matvæla og tengdra greina, mun hér eftir sem hingað til standa undir þeirri velferð er í boði verður. Menntun er einnig grunnforsenda þess að landið rísi aftur af rústum og heilsugeirinn verður aldrei mikilvægari en einmitt nú.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kemur til með að setja skilyrði um gengdarlausa einkavæðingu og niðurskurð á áðurnefndum grunnforsendum þjóðfélagsins. Það gerir bara ekkert til, við þurfum ekki að standa við slík skilyrði. Við ráðum þessu öllu sjálf, bara ef við viljum það. Við getum tekið fiskikvótan til baka (sem er svo sjálfsagður hlutur vegna vangetu eigenda hans að standa undir skuldbindingum) og rekið réttlátan fiskiðnað í landinu, bara ef við viljum það.
Látum ekki spyrjast um okkur elsku landar að við séum viljalausar skeppnur, sem hægt sé að ráðskast með að vild. Taka af okkur vonina og hneppa okkur í þrældóm skv. gömlu mynstri, án glætu fyrir frelsi. Látum ekki sögu Jóns Hreggviðssonar verða marklausa vegna okkar heigulsháttar. Það þarf engan æsing við þetta, heldur samheldni í anda réttlætis um gjörvalt þjóðfélagið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 01:39
Sólin er enn að skína þrátt fyrir allt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 22:00
Festa
Menn setjast að samningaborði og semja. Hver er sá sem slær niður fyrir sig og hver er sá sem þarf að hoppa og slá upp fyrir sig? Það er stóra spurningin. Ég get ekki séð hvað það er sem gæti leitt til þess að útverðir okkar ættu að þurfa að hoppa. Rólegan æsing eins og einhver sagði. Það þarf að gera upp óþverran sem úrþvætti á borð við Jón Ásgeir og Björgólfar hafa ánafnað vorri þjóð. Þeir gátu ekki í nafni þjóðarinnar, sett næstu kynslóðir á þann skuldaklafa, sem þeir ætluðu. Takk og lof. Nú þurfa vorir landsfeður að mæta lánadrottnum þessara aumingja, allt svo Jóns Ásgeirs og Björgólfs og fleiri, með slíkri festu að eftir verði tekið. Þeir þurfa ekki annað en að bjóða 4 % uppí kröfurnar a la Amerika og síðan snúa endanum við. Allt annað verður að skoðast sem rakinn aumingjaháttur. Látum vora útverði vita af vorum kröfum og vorum stuðningi er þeir af myndugleik hefja vörn okkar allra. Ef þeir heykjast á þeirri vörn, þá burt með þá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 00:35
Leiðinlegt mál
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2008 | 00:16
Nú er illt í efni fyrir okkur kjaftforu
BB er allur að færast í aukana og kemur til með að storma okkur niður, sem höfum hagað orðum okkar af kæruleysi. Sérsveitir munu án efa hirða af okkur ævagamlar tölvur og síðan hneppa okkur í Síberíuvist í ótilgreindan tíma. Nú er tími lögfestu og reglu segir BB. Hann er búinn að losa sig við Jóa, enda Jói ekki frá réttri ætt né skoðunum. Sveitir sérþjálfaðra bíða eftir fyrirmælum stjórnandans og munu við kallið, skilja höfuðið frá bolnum á þeim sem ekki hafa kunnað sig í orðræðu dagsins. Munið börnin góð að drúpa höfði og skilja ekki neitt, annars er voðinn vís.
Það læðist að mér sá grunur að kolkrabbar allra þjóða sameinist um þessar mundir til að reyta arfa úr eigin garði. Henda burt fíflum sem hafa af offorsi náð undir sig hlutum, sem aldrei voru ætlaðir þeim. Hvort hin almenni borgari láti lífið við það uppgjör, skiptir ekki máli, það er bara sauðsvartur lýður sem ekkert veit. Enginn vitiborinn lætur það aftra sér við uppstokkun valdsins, enda valdið á fárra færi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 13:01
Gæti þetta verið málið?
Um mitt síðasta ár fór að setja að mönnum hroll, vegna þeirrar myndar er við blasti í bankarekstrinum. Þá bað Davíð vin sinn í Landsbankanum um að sjá til þess að úttekt yrði gerð á stöðunni. Sú úttekt var lögð fram í byrjun þessa árs og niðurstaðan var ógnvekjandi. Hvað átti að gera? Skaðinn var skeður, en hvernig átti að hefja vörnina? Ég skil vel að Seðlabankinn var ráðþrota.
Ákveðið var að hylma yfir þessa úttekt, en reyna að spyrna við fótum með öðrum hætti. Hækka stýrivexti og þrengja að bönkunum með minni lánafyrirgreiðslu. Við það réðust óargadýr græðginnar á krónuna, sem við þekkjum svo vel nú orðið. Þegar síðan bankarnir fengu neitun á áður eðlilegri fyrirgreiðslu lánadrottna í Evrópu, þá lögðust stjórnendur þeirra á þröskuld seðlabankans og báðust ásjár.
Fengnir voru sérfræðingar frá JP Morgan til að gefa ráð. Þeir eru vanir aðgerðum í stærsta fjármálakerfi heimsins og gáfu ráð s.kv. sinni reynslu þaðan. Þau ráð reyndust dýrkeypt a la Glitnir og hrun í framhaldi. Ameríka getur lokað banka og sagt við lánadrottna þess banka að gleyma öllum bótum fyrir tapað fé í þeim banka. Enginn þorir að segja neitt við því. Þetta getur Ísland ekki, eins og dæmin sanna. Því verður það á ábyrgð komandi kynslóða að standa undir þeirri skuldasöfnun, sem íslenskir bankar hafa staðið fyrir á erlendri grund.
Árni vann út frá settri dagskrá, þegar hann sagði Darling að ekki væri ætlunin að borga skaðann af gjaldþrotum bankanna í öðrum löndum, Englandi o.s. frv. Framhaldið er þekkt.
Það er erfiðara úr að komast en í að lenda og engin einföld leið úr vandanum. Við hér á landi höfum; sem önnur lönd; leyft bráð-snjöllum útvörðum græðginnar að leika lausum hala. Eru til einhverjar reglur, sem komið gætu böndum á óeðli mannskeppnunnar, s.s. græðgi, siðblindu og sjálfsdýrkun?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 01:00
Ættum við að vera hissa?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 14:21
Sjokk tilstand
Er ennþá í sjokki eftir myndirnar hans Kjartans, en datt í hug í sambandi við allt skaflakjaftæði stjórnvalda á undanförnum dögum:
Eftir standa fáar fleður, en "fumlaus" Stjórn af húsaþökum, skafla ætla 'að moka meður, máttarlitlum handabökum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 13:44
Áskorun til allra bloggara
Ég skora á ykkur bloggarar góðir að skoða myndasafn Kjartans P. af sumarhöllum og jörðum fjárglæframanna og þjófa þessa lands, á blogginu hans Egils Helga á eyjunni.is.
Mér finnst einhvern veginn að orð verði innihaldslaus og hugsun óþörf, eftir að hafa skoðað þessar myndir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 20:51
Vipassana......
.......er frá Buddhismanum og útskýrir sársauka lífsins. Þar segir að fæðing sé sársauki, elli sé sársauki, að samlagast því sem okkur mislíkar sé sársauki og að kveðja það/þau sem okkur er kærast sé sársauki.
Fyrir okkur vindbörðu eyjaskeggja væri hægt að orða okkar eigin "Vipassana" eitthvað á þessa leið: Hannes er sársuki, Jón Ásgeir er sársauki, Bjöggar eru sársauki, Seðlabankinn er risasársauki og misvitrir pólitíkusar óbærilegur sársauki. Er ekki hægt að finna eitthvað meðal við öllum þessum sársauka?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)