Fallegt fólk

Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að verða bæði þáttakandi og áhorfandi að stórviðburði í kvöld. Á Hótel Örk í Hveragerði voru haldnir styrktartónleikar fyrir einn af íbúum Hveragerðisbæjar, sem hefur um sárt að binda. Húsfyllir var og listamenn í hæsta gæðaflokki komu fram og gáfu sína vinnu. Hótelið léði tónleikunum húsnæði endurgjaldslaust. Hver einasti fersentimeter var fullnýttur og færri komust að en vildu.

Það er fallegt fólk sem býr á Íslandi hugsaði ég. Fólk sem lætur sig varða um þá sem eiga erfitt. Hjartahlýtt fólk og æðrulaust.

Því er svo ótrúlega erfitt að sætta sig við að siðbindir andskotar ofdekraðir líka, geta og fá að eyðileggja líf og framtíð slíks yndislegs fólks sem býr í þessu landi. 


Orðagjálfur

Mikið óskaplega er þreytandi að heyra hvern ráðamanninn af öðrum tala um vinveitt og ekki vinveitt lönd. Heldur þetta fólk að við landsmenn séum allir upp til hópa fæðingarhálvitar? Af hverju segja þeir ekki eins og er, að á meðan ekkert er gert í hreinsun og fangelsun á landráðamönnum, þeir alla vega teknir úr stjórnunarstöðum banka og annarra stofnana, lánar engin neitt til landsins.

Nú síðast var Björn Bjarnason að biðja um að sendir yrðu einhverjir vesalingar til USA í betlileiðangur! Man ekki Björn eftir myndunum af fangelsun yfirmanna Enron og fleiri fyrirtækja þar. Þeir herrar voru sóttir í fyrirtækin og á heimili þeirra og stungið umsvifalaust í steininn. Heldur Björn að íslenskir landráðamenn með ábyrgð á þjóðargjaldþroti á herðunum, fengju yfirleitt áheyrn hjá kananum? Leggðu þig Bjössi eða stingtu hausnum út um glugga og reyndu að viðra úr þér ruglið. Biddu samráðherra þína að gera slíkt hið sama.


Hin sáru fingraför sukksins

Nú ganga kóstarnir ótt og títt við að afmá fingraför í bankaheimi. Allt í hershöndum og upp og niður í stjórnkerfum landsins. IMF skilur ekkert í að engu sé komið í verk varðandi rannsókn á bankasukkinu. Hjá IMF eru menn að draga í land með lánveitingu til landsins, eðlilega. Valtýr saksóknari segir ekki komi til mála að erlendir aðilar stýri rannsókninni á sukkinu, auðvitað, þá kæmist allt upp.

Geir er pressaður upp að vegg af þeim sem voru á kafi í svallinu og ætlað það hlutverk að láta öll vegsummerki gufa upp. Svallveisluna sátu a.m.k. einn úr hverri íhaldsfjölskyldu landsins, en eitthvað færri úr röðum Samfylkingar. Það er alveg ljóst að um landráð er að ræða. Allir voru meðvitaðir um að fjöregg þjóðarinnar var veðsett fyrir herlegheitunum. Ætlar Geir og ríkisstjórn hans að verja hagsmuni sinna vina og vandamanna, en fórna landi og þjóð? Trúlega er Davíð orðinn á öndverðum meiði á skoðanatrénu við Geir. Hann hefur alla vega bent á hætturnar, sem Geir hefur hingaðtil hundsað.

FME er að uppistöðu bittlingajata fyrir dekurbörn og fjölskylduvini stórvelda landsins, og þar hafa menn ekki verið í vinnunni, heldur staðið framan við spegla að dást að sjálfum sér. Þar hefur ekkert breyst eftir efnahagshrun landsins og mun trauðla breytast í framhaldinu.

Mér finnst þetta vera svo augljóst allt saman og ógeðfellt, en hvernig á að bregðast við þessu?  


Hættulegt svið?

Ég er kanske á hálum ís hvað varðar spurningu, sem heldur næstum fyrir mér vöku, hún er þessi.

Hvað með viðskiptahætti Byrs? Er kanske Byr alveg laus við þá viðskiptahætti sem tíðkuðust í hinum bönkunum? Er kanske einni skemmdri karrtöflu haldið til haga, til að geta síðan eyðilagt næsta útsæði og uppskerur næstu ára? Spyr sá sem ekki veit.


Vegur græðginnar ruddur.

1983 var vegur græðginnar ruddur. Að því stóðu öll stjórnmálaöfl landsins, ekkert þeirra undanskilið. Síðan þá hafa græðgisöflum vaxið ásmegin og samhliða hefur stjórnarlið landsins, rutt úr vegi öllum hindrunum sem gátu heft framgang þeirra afla. Siðblinda er alger og samfélagskennd með öllu útþurkuð, eins og dagurinn í dag sannar með dapurlegum hætti.

Í mars 1984 skrifaði ég eftirfarandi í leiðara eins landsmálablaðsins: " Þessa dagana eru afleiðingar afglapa og klúðurs stjórnvalda í málum sjávarútvegsins að koma í ljós. Ef haldið verður í núverandi stefnu í sjávarútvegi og kvótamálinu haldið til streitu, mun það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, ekki bara fyrir hin einstöku byggðarlög sem að mestu byggja sína afkomu á sjávarútvegi heldur mun tilurð alls þjóðarbúsins verða stefnt á vonarvöl".

Það vildi ég að ég hefði haft rangt fyrir mér, en svo er því miður ekki. Kvótinn og lög um framsal hans var byrjunin á græðgisvæðinu landsins, síðan fylgdi í kjölfarið einkavæðing á öllum sviðum og það algerlega stjórnlaus. Verðmætamat þeirra er með hafa farið, er gjörsamlega út í hött og sjálfdýrkunin stappar nær geðveiki. VIÐ GETUM BREYTT ÞESSU EF VIÐ VILJUM.


Til eftirbreytni

Talaði við son minn, sem er kanske ekki í frásögur færandi, en hann tjáði mér að mamma hans; mín fyrrverandi og hennar núverandi; hefðu skilað öllu myndlyklaruslinu til Jóns Ásgeirs. Ég tek ofan fyrir þeim. Ég hef sjálfur aldrei keypt afnotarétt af neinu í JÁJ eigu og aldrei verslað í Bónus. Álpaðist inní Hagkaup þegar ég var nýfluttur til landsins, vegna þess að ég vissi þá ekki betur.

Með okkar vali getum við breytt landslaginu á mörkuðum landsins. Við getum reist við það sem við viljum og drepið það sem við viljum. Okkar er valdið ef við kjósum að nota það.   


Siðgæði

Hugsið ykkur það, að vorir "elit" gæjar, bæði þeir sem eru í póilitík og þeir sem eru í buisness, gefa skít í ykkur öll. Það skiptir engu hvað ykkur sýnist og hvað ykkur finnst. Þið eigið bara að borga og haldið síðan kjafti.

Er þetta réttlátt? Er réttlátt að "elíten" sleppur frá öllum ábyrgðum? Er réttátt að FME leyfi mestu glæponum íslandssögunnar að sleppa óáreyttir framhjá öllum gildismötum réttvísninnar?


Bjartsýni

Ég er að fyllast aukinni bjartsýni eftir að hafa lesið innsendara á eyjunni.is. Fólk ætlar að sniðganga fyrirtæki, sem nýta sér blóðsugur sem Intrum og Momentum. Fólk ætlar einnig að segja upp áskrift að stöðvarugli í eigu 365 (rauðsól núna) og að mogganum. Margir tala um að taka stóran sveig framhjá Bónus og þá náttúrlega einnig Hagkaupum.

FME er orðið obinbert að þvílíkri spillingu að leitun er að öðru eins. Capone hafði ekki einu sinni ímyndunarafl til að ná uppí slíkar hæðir.

Þegar lýðsinnið þéttist, þá léttist bæði brún og brá. Við getum ef við viljum. Það er af nógu að taka, sem þarf að rétta við. Til að nefna nokkuð þá má til taka; kvótann, seðlabankann, bankana, stjórnina, mataröflunina, ósvífnar íbúðaskuldir og fleira og fleira.

Leiðum börn og barnabörn inná veg réttlætis og samkenndar. Við getum ef við viljum.


Tímar sérfræinga

Nú vitum við öll betur en allir aðrir hafa nokkru sinni vitað, bara ef við sleppum við að gera eitthvað. Svo er það ríkisstjórnin, sem velur að vita ekkert og gera sem minnst. Skipið hriplegt, allir benda og tala um hvað gera eigi en enginn gerir neitt. Geðveiki peningamálastefnunnar heldur áfram meðan fyrirtæki, heimili og þjóðin ferst.

Bak við allar tölur eru sálir. Sumar ungar aðrar eldri, en allar þjást.


Traust

Sænski forsætisráðherran Reinfelt, sagðist ekki mundi treysta því að senda peninga gegnum bankakerfið til Íslands. Hann einfaldlega treystir því ekki að peningarnir skili sér til réttra aðila hér á landi. Þá var hann að höfða til hins almenna borgara hér til lands, en ekki stjórnvalda. Ég held að fólk úti í heimi líti okkar stjórnvöld svipuðum augum og þau líta aðrar þekktar spépersónur úr heimi kvikmynda og bókmennta, sem sé fífl.

Nú er okkur landsmönnum gefið stórt tækifæri til endurreisnar, eigum við ekki að nýta það? Ef allir landsmenn hætta að borga af öllum lánum frá og með þessum mánaðamótum og snúa sér þess í stað í að tryggja mat og klæði til þeirra, sem eru undir forsjá hvers heimilis, ættu allir að lifa af þessar hörmungar. Sumir róa til fiskjar, aðrir slátra lömbum og einhverjir rækta grænmeti. Fólk getur síðan gert skiptiviðskipti með þessa hluti sín á milli.

Útfluttningsgreinarnar verða að fá kaupendur til landsins með peninga fyrir því, sem þeir vilja kaupa. Þar með fást aurar inní landið. Krónan sú íslenska er einskis virði og ætti að hverfa með öllu af yfirborði jarðar. Við höfum enga banka og verðum því að fá borgað í beinhörðu fyrir afurðirnar. Eins yrði það með rafmagn, selt til stóriðju. Þær stóriðjur verða að borga í gjaldgengum gjaldmiðli og það í honum beinhörðum. 

Innheimtustofnunum verður mætt með samstöðu um að þær verði hundsaðar með öllu. Uppboð eru nefnilega algerlega út í hött eins og staðan er. Útblásnir, sjálfskipaðir drottnarar þessa lands eru með beran rassinn og því getum við núna losnað undan þessari óværu, sem sogið hefur þjóðina áratugum saman. Enga pólitíkusa takk, einungis til þess hæfa einstaklinga að stjórna hverjum málaflokki fyrir sig. Skrifræði er ekki leiðin né heldur útblásið bákn með ofdekruðum aumingjum frá sjálfskipuðum drottnurum þessa lands, eins og ég áður sagði.

Við þurfum að koma því fólki til hjálpar, sem ekki á mat fyrir sig og sína. Ég meina að byrja á því. Ég bíð mig fram sem háseta á kvótalausa kænu, sem eingöngu aflar fiskjar fyrir matþurfi fólk og án þess að rífa af því fólki það litla sem það á, fyrir slíkan greiða. Gerum eitthvað í þessu áður en fólk deyr umvörpum.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband