23.11.2008 | 17:45
Gaumur og Baugur á Stími.
Nú gelta hundar sem aldrei fyrr, svo ólíft er fyrir hávaðanum um gjörvallt byggt ból. Jón Ásgeir hótar öllum lögsókn, sem leyfa sér nálgun á sannleikanum um hann og hans viðskiptahætti. Bankarnir eru stoppfullir af þeim lýð, sem skreið undir sísvöngum fjárglæpalýðnum og eru enn að. Nú er í gangi skuldahreinsun á fyrirtækjum, sem voru í eigu þessa glæpalýðs og þeim afhent þau síðan á nýrri kennitölu. Eftir situr þjóðin með þúsundir milljarða í skuld, sem allir í stjórnsýslunni ætlast til að hún borgi möglunarlaust.
Ég mæli með að Gaumur og Baugur verði settir á Stím, sem endar í helvítinu miðju.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 01:39
Hvað má til....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 00:39
Aftur heima.....
.... eftir að hafa dáið drottni mínum á bráðamóttöku Landsspítalans þ. 13. nóv s.l. Fullur af þakklæti og auðmýkt og óendanlegu stolti yfir að vera af sama meiði og fólkið á Landsspítalanum, er ég aftur heima við góða heilsu, þökk sé því frábæra fólki. Svo les ég um niðurskurð og fækkun fólks í heilsugeiranum. Áætlanir stjórnvalda um sparnað. Sparnað sem kemur til með að dæma fólk í sömu sporum og ég var í, til dauða. Áætlanir um að gera líf starfsfólksins á spítölunum að hreinu og kláru helvíti. Þrælkun án mannlegra tilfinninga.
Ætlum við að leyfa þessu helvítis siðspillta pakki að eyðileggja allt í þjóðfélaginu? Það er búið að eyðileggja efnahag komandi kynslóða, traustið líka og nú á að ganga á milli bols og höfuðs á heilsugæslunni okkar líka. Selja hana undir rudda- kapítalisma, án siðgæðis. Ætlum við bara að horfa á og láta troða sömu kartöflunni í kokið á okkur í málefni af málefni? Drúpa höfði og sætta okkur við upprifina afturenda á okkur sem og okkar afkomendum af þessum siðspillta lýð, sem hefur í erfðir fengið að hanga á tönnunum í bakinu á okkur? Er ekki tími til að mæta sameinuð gegn þessari óværu og láta hana hvergi komast inn í raðir okkar landsmanna? Steypa óværunni af björgum fram með allri hennar græðgi og ómennsku í eitt skipti fyrir öll. Látum í okkur heyra og skráum okkur öll í samtökin "við borgum ekki". Guð veri með ykkur mitt ástsæla fólk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2008 | 23:03
Hryllingur fólksins
Ég las færslu eftir Ævar Rafn Kjartansson, sem bar yfirskriftina: "Mamma - við skulum skila kjúkklingnum". Það seytlar um æðakerfið máttleysi og jafnframt yfirþyrmandi samkennd með blessuðu fólkinu mínu öllu saman - íslendingum, eftir lesturinn. Hryllingur fólksins er samstaða stjórnvalda sín á milli, með allri spillingunni, siðleysinu og dustilmennskunni. Nú er beðið eftir ölmusum erlendis frá og ekkert aðhafst. Egill Helgason varpaði fram hugmynd á "eyjan.is", að atburðarás afsagna innan stjórnkerfisins, sem mér finnst góð og vil að hrint verði í framkvæmd fyrir helgi.
Hafi ekkert gerst fyrir helgi mun undiraldan verða þung á Austurvelli n.k. laugardag. Þar mun ég mæta ásamt vonandi tugþúsundum annarra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 01:20
Landsleikir
Mörður Árnason lýsti stjórninni af hreinni snilld. Ef landsliðið tapar leik 14:2 er það talið getulaust af áhorfendum sem og andstæðingum. Næsti leikur: Sama byrjunarliðið tríttlar inn á leikvanginn og í síðasta leik. Úrslitin: Tap, 14:2. Til þriðja leiksins er sama byrjunarliði stillt upp. Hversu margir munu mæta til að horfa á? Ætlar þetta lið aldrei að skilja að enginn hefur trú á þeim?
Yfirhylmingar, hálfsannleiki, hroki, getuleysi, hugmyndaauðn, sjálfsdýrkun, siðblinda og ofdekrun, skín af allri handabakavinnu stjórnvalda síðustu ára. Þau eru búin að vera. Það veit þjóðin, það vita öll viðskiptalöndin, það veit Guð og samkeppnisaðili hans. Meira að segja veit ég það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 00:33
Björgunin kemur utan frá
Það sem er að gerast hjá IMF er ekki al-vont. Ef það er svo að þeir vilji ekki lána okkur fyrr en hlutir skýrist í stjórnsýslunni hjá okkur og að við náum samkomulagi um Landsbankasvikin við vinaþjóðirnar okkar, þá er von og sólarglæta. Það hreinlega gargar á að menn axli ábyrgð og hundskist frá þeim embættum, sem þeir hafa verið áskrifendur að í áraraðir. Það gerir þjóðinni líka kleyft að henda krónunni eins og Ársæll Valfells hefur bent á að hægt sé að gera.
Sú hugmynd að breyta Landsbankasvikunum í hlutabréf í núverandi banka, þýðir að við fáum erlenda banka til að reka okkar banka og koma þeim á koppinn, sem er útilokað við núverandi aðstæður. Bankarnir eru févana og Seðlabankinn líka. Hugmyndir vesalinganna í ríkisstjórn og Seðlabanka eru þær sömu og fyrr, halda í krónuna og kafkeyra landið ennú meir í skuldafenið af þeim sökum.
Ég er þakklátur Agli Helga fyrir að koma á framfæri hæfu fólki með sínar hugmyndir til bjargar þjóðinni, og nú virðist sem IMF sé sama sinnis og það ágæta fólk allt saman. Vonandi er okkur að berast hjálp úr óvæntri átt, nefnilega að utan og það frá IMF. Pakkið okkar situr sem fastast þar til sú niðurstaða fæst að hvorki IMF né nokkrir aðrir, lána landinu eyrisvirði á meðan pakkið situr sem fastast. Þá hrökklast það frá og þá verður hægt að fá Interpol til að rannsaka sukkið. Ég bið og vona.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2008 | 11:22
Að gefnu tilefni......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 21:31
Í Guðs bænum...
...leyfið okkur venjulegum að koma saman og mótmæla, án þess að reyna að hagnast á því pólitískt. Ég var á Austurvelli í dag og hreinlega ofbauð það siðleysi, sem rauðliðar, Leninistar og aðrir rugludallar reyndu að troða niður um hálsinn á okkur borgurunum sem þarna vorum. Eru engin takmörk fyrir heimskunni í þessu þjóðfélagi? Heldur fólk að hægt sé að lemja landslýð frá einu ofstækinu til annars? Ég skora á þá sem eitthvað hafa á milli eyrnanna og tilheyra þessum minnihluta hópum, að stoppa slíka fyrru. Þessir aular eru að eyðileggja þá samstöðu, sem í fyrsta skipti gæti orðið að veruleika í landinu um réttlæti og siðgæði hjá þessari þjóð. Lenínistar, Rauðir hundar og vinstri eitthvað, hendið ykkur í næstu á og látið okkur venjulegu í friði. Þvílík helvítis heimska.
Svo að öðru. Ég er reiður. Já rosalega reiður, út í óréttlæti og siðblindu, græðgi og sjálfsdýrkun, sem dýrkuð hefur verið í landinu um áratuga skeið. Minnihlutinn á Alþingi íslendinga hefur ekki talað um slíka hluti, nei hann hefur gengið einum rugludallinum til á hönd. Verið í halelúja kór með Al Gore um ekki neitt. Staðhæfingar um að Golfstraumurinn stöðvist og annað bullshit hefur verið stjórnarandstöðunni mikilvægast, meðan landið brennur. Bannað að sparka í steinvölu á fjöllum uppi er boðorð dagsins hjá handónýtri stjórnarandstöðu. Við erum ekki á Austurvelli til að styrkja einhverja heiladauða Lenínista, Rauðu hundaista, Vinstri hafragrautista - NEI, TIL AÐ TRYGGJA SIÐGÆÐI Á NÝ INN Í HUGSANAHÁTT ÍSLENDINGA.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 17:03
Jú segir Geir, við erum sjálfráða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 15:30
Er sjálfræði landsins farið?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)