Lausnin

Þjóðin er að sligast undan skuldum og algert öngþveiti að skapast. Mér finnst einungis spurning um vilja til að leysa fólk úr þessum skuldafjötrum.

Ríkið á að leysa til sín allt húsnæði í landinu. Það hefur ekki í för með sér nein útgjöld. Síðan á ríkið að leigja út húsnæðið fyrir 10 % af brúttótekjum leigutakanna. Þar eiga vaxtatekjur og arður líka að teljast sem tekjur. Nú gætu sumir sem eiga sitt húsnæði, rekið upp ramakvein um óréttlæti og eignaupptöku. Það gætu kanske verið 1000 fjölskyldur sem standa svo vel. Þeirra framlag til málsins verður að vera húsnæðið, ekki hægt að undanskilja neitt í þessu máli.

Ef 100 000 íbúðir eru í landinu, þá gætu leigutekjur orðið ca 10 milljarðar á mánuði, mv að gegnumsneitt verði leiga í kringum 100 000 á íbúð. Þeir sem minnst þéna, öryrkjar og annað lálaunafólk, væri að borga 15 000 á mánuði, en þeir tekjuhærri mun meira og í sumum tilfellum vel á annað hundrað þúsunda á mann. Lögfræðingastóðið tapaði að vísu vinnunni í stórum stíl, en er ekki í fínu lagi að þeim fækki eitthvað frá því sem nú er?

Fólki yrði með þessu fyrirkomulagi, kleyft að flytja frá og til staða út um allt land, engir átthagafjötrar lengur í formi verðlausra eigna. Eins hyrfi óttinn við að verða veikur eða gamall, þakið er alltaf til staðar. Eftirspurnin yxi í þjóðfélaginu og atvinnulífinu þar með skapað umhverfi til vaxtar.

Hvað er í veginum fyrir að þetta sé gert? Ætla stjórnvöld að bíða eftir algerri upplausn og öngþveiti, þar sem fólki og fjölskyldum er fórnað á altari faríseana? Þunglyndið verði algert og allt stoppast? Komið ykkur að verki og gerið fólki kleyft að lifa í þessu landi. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Belsen

Ef ég væri búinn að borga upp´húsið´ mitt með blóði svita og svelti í 40 ár og vogað mér að setjast niður fyrir kl,9 að kveldi útslitinn eftir puðið og einhver ríkisstarfsmaður bankað uppá og ætlaði að taka húsið eignanámi sökum þess að 30 einstaklingar fóru á syngjandi eyðslufyllirí og ég ætti að borga brúsann,en þeir svo fínir menn mættu halda illa fengnum hlut þar sem hann væri falin erlendis..Þessi opinberi starfsmaður hyrfi af mínum tröppum með sárann bossann.

þetta hefði  verið hægt á Stalínstímum en ekki á Íslandi í dag, sorrí aðra hugmynd takk.

Belsen, 11.9.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband