Lagabálkar eitt og tvö

Maður þarf að sækja hökuna niður á hné, eftir áhorfið á Kastljós og alla lögfræðina hjá Sigurði G. Guðjónssyni. Það eru sem sé tveir lagabálkar fyrir tvær tegundir þjóðfélagsþegna í þessu landi.

Annar er fyrir okkur greiðendur/þolendur, og hinn fyrir þiggjendur/gerendur. Hvorki skattalög, refsilög né siðgæðisreglur ná yfir þá sem eiga böns af money, en allt lífið kortlagt í lögum og reglum fyrir þá sem lítið hafa fyrir sig að leggja.

Að menn sem sitja embætti sem eiga að tryggja ÖLLUM þegnum landsins réttláta meðferð skv gerðum og hegðun, taki og stingi í skúffu kærum og gögnum til þess; að því er virðist; freista þess að þau gleymist, er allt í fína lagi, þ.e.a.s. ef viðkomandi tilheyrir Þiggjendum/gerendum. Að menn sem hafa tekið sér af annarra fé slík fyrn að þeir geti stofnað "eigin" lífeyrissjóð, þá gilda ekki almenn lagaákvæði um slíka sjóði, né almenn skattalöggjöf. Að menn sem stjórna bönkum geti tekið gígant lán í bönkunum og síðan fellt niður endurgreiðsluákvæðin er allt í fína ef þeir tilheyra flokknum "þiggjendur/gerendur".

Hinir sem eru svo ólánsamir að eiga lítið og því ekki tekið eignir annarra traustataki til eigin nota, hafa enga réttarstöðu og teljast því til greiðenda/þolenda. Ef einhver vogar sér að bera blak af þeim hópi, er sá hinn sami álitinn hefnigjarn og vanhæfur!!!

Þetta land lögfræðinga, hagfræðinga, bankaræningja og spillingar, verður sífellt óðgeðfeldara og minna áhugavert að búa í. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband