Einfalt.

Væri ég skipstjóri á togara þar sem hluti áhafnarinnar væri staðinn að skemmdarverkum á veiðarfærunum, ræki ég alla sem í því stóðu. Það skiptir engu hver þeirra hafi verið með beittasta hnífinn, heldur var vilji þeirra til skemmdarverka ráðandi ástæða brottrekstursins.

Þeir stóðu að skemmdarverkum á þeim tækjum sem áttu að tryggja öllum í áhöfninni lífsviðurværis og útgerðinni rekstrargrundvöll. Hvers vegna gilda ekki sömu reglur á þjóðarskútunni og á togaranum? Hver er munurinn? Er hægt að horfa öðruvísi á framkomu stjórnvalda, bankastjórna, siðblindra fjármálaspekúlanta og fingralangra græðgisdjöfla, en að um skemmdarverk hafi verið að ræða? Hví í veröldinni er ekki tekið á þessum málum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Gæti verið að yfirvöld og ráðamenn þjóðarinnar vilji sem minnst hrófla við þessu, af ótta við að þá komi enn meiri skítur í ljós? Hjá þeim sjálfum.

Það er erfitt að viðurkenna eigin mistök og ósigur.

Börkur Hrólfsson, 12.1.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Börkur.

Sýnir það ekki að sjálfur skipstjórinn hefur vitandi eða ekki, staðið í skemmdarverkunum. Vélstjórum er heimilt að grípa inn í atburðarásina, ef þeir hafa staðfastan grun um ruglákvarðanir skipstjórans. Voru allir vélstjórarnir sofandi allan tímann? Þurfum við ekki að auglýsa eftir skipstjóra á kvótalausa skútuna, stadda vélvana í miðjum brimgarði? Kanske það finnist engin nógu kjarkaður/uð til að taka að sér verkefnið?

Hreggviður Davíðsson, 12.1.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband