Nóg í bili

Ég hef tipplað á nokkrum málum, sem ratað hafa inní umræðu þjóðfélagsins. Þar má nefna kvótan, hjálpina utan frá og að mótmæli eigi ekki að hygla einhverjum stjórnmálaöflum. Nú er nóg í bili. Heilsufarsástæður ráða að mestu að ég dragi mig í hlé um stundar sakir. Þó er eitt mál sem hvílir nokkuð þungt á mér og ég hér með vek athygli á.

Bensíntankur úti á víðavangi, þjónustulaus og án nokkurs skjóls fyrir þá sem þar staðnæmast, er auglýstur upp sem ódýrt val og án verðsamráðs við stóru olíufélögin, er að selja bensín tveim krónum undir hæsta verði hinna stóru!!!!!! Fullt af viðskiptavinum láta sig hafa það að standa í hríðinni og dæla á bílana sína og þeir trúa þessum helvítis þvættingi eigendanna. Ef eitthvað, þá eru þessar "ódýru stöðvar" að stunda ennú meiri skítsokkaviðskipti en stóru félögin. Alveg rétt, þegar hús er til staðar og þjónusta, þá er Jón Ásgeir mættur í gerfi Haga og vinur hans Steini Coke, sem skammta þeim rekstraraðilum skít úr hnefa sem með fara, fyrir þjónustuna og velvildina í garð viðskiptavinanna, en HVAÐ MEÐ VERÐIÐ? Rekstraraðilar bensínstöðvanna eru óvarðir einstaklingar, sem olíufélögin og heildsalarnir halda í hlekkjum þrælahalds, en það sem hin svokölluðu láverðs bensíndælur eru að gera er ennú verra. Þeir eru að færa sér í nyt viðbjóðinn sem Jón Ásgeir ásamt vinum eru að sýna sínu vinnufólki og viðskiptavinum. Þeir fylgja í kjölfar viðbjóðsins og með fölsku græðgisglotti reyna þeir að villa fólki sýn. Því miður eru margir sem trúa þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband