Fallegt fólk

Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að verða bæði þáttakandi og áhorfandi að stórviðburði í kvöld. Á Hótel Örk í Hveragerði voru haldnir styrktartónleikar fyrir einn af íbúum Hveragerðisbæjar, sem hefur um sárt að binda. Húsfyllir var og listamenn í hæsta gæðaflokki komu fram og gáfu sína vinnu. Hótelið léði tónleikunum húsnæði endurgjaldslaust. Hver einasti fersentimeter var fullnýttur og færri komust að en vildu.

Það er fallegt fólk sem býr á Íslandi hugsaði ég. Fólk sem lætur sig varða um þá sem eiga erfitt. Hjartahlýtt fólk og æðrulaust.

Því er svo ótrúlega erfitt að sætta sig við að siðbindir andskotar ofdekraðir líka, geta og fá að eyðileggja líf og framtíð slíks yndislegs fólks sem býr í þessu landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband