Orðagjálfur

Mikið óskaplega er þreytandi að heyra hvern ráðamanninn af öðrum tala um vinveitt og ekki vinveitt lönd. Heldur þetta fólk að við landsmenn séum allir upp til hópa fæðingarhálvitar? Af hverju segja þeir ekki eins og er, að á meðan ekkert er gert í hreinsun og fangelsun á landráðamönnum, þeir alla vega teknir úr stjórnunarstöðum banka og annarra stofnana, lánar engin neitt til landsins.

Nú síðast var Björn Bjarnason að biðja um að sendir yrðu einhverjir vesalingar til USA í betlileiðangur! Man ekki Björn eftir myndunum af fangelsun yfirmanna Enron og fleiri fyrirtækja þar. Þeir herrar voru sóttir í fyrirtækin og á heimili þeirra og stungið umsvifalaust í steininn. Heldur Björn að íslenskir landráðamenn með ábyrgð á þjóðargjaldþroti á herðunum, fengju yfirleitt áheyrn hjá kananum? Leggðu þig Bjössi eða stingtu hausnum út um glugga og reyndu að viðra úr þér ruglið. Biddu samráðherra þína að gera slíkt hið sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband