Vegur græðginnar ruddur.

1983 var vegur græðginnar ruddur. Að því stóðu öll stjórnmálaöfl landsins, ekkert þeirra undanskilið. Síðan þá hafa græðgisöflum vaxið ásmegin og samhliða hefur stjórnarlið landsins, rutt úr vegi öllum hindrunum sem gátu heft framgang þeirra afla. Siðblinda er alger og samfélagskennd með öllu útþurkuð, eins og dagurinn í dag sannar með dapurlegum hætti.

Í mars 1984 skrifaði ég eftirfarandi í leiðara eins landsmálablaðsins: " Þessa dagana eru afleiðingar afglapa og klúðurs stjórnvalda í málum sjávarútvegsins að koma í ljós. Ef haldið verður í núverandi stefnu í sjávarútvegi og kvótamálinu haldið til streitu, mun það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, ekki bara fyrir hin einstöku byggðarlög sem að mestu byggja sína afkomu á sjávarútvegi heldur mun tilurð alls þjóðarbúsins verða stefnt á vonarvöl".

Það vildi ég að ég hefði haft rangt fyrir mér, en svo er því miður ekki. Kvótinn og lög um framsal hans var byrjunin á græðgisvæðinu landsins, síðan fylgdi í kjölfarið einkavæðing á öllum sviðum og það algerlega stjórnlaus. Verðmætamat þeirra er með hafa farið, er gjörsamlega út í hött og sjálfdýrkunin stappar nær geðveiki. VIÐ GETUM BREYTT ÞESSU EF VIÐ VILJUM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband