Bjartsýni

Ég er að fyllast aukinni bjartsýni eftir að hafa lesið innsendara á eyjunni.is. Fólk ætlar að sniðganga fyrirtæki, sem nýta sér blóðsugur sem Intrum og Momentum. Fólk ætlar einnig að segja upp áskrift að stöðvarugli í eigu 365 (rauðsól núna) og að mogganum. Margir tala um að taka stóran sveig framhjá Bónus og þá náttúrlega einnig Hagkaupum.

FME er orðið obinbert að þvílíkri spillingu að leitun er að öðru eins. Capone hafði ekki einu sinni ímyndunarafl til að ná uppí slíkar hæðir.

Þegar lýðsinnið þéttist, þá léttist bæði brún og brá. Við getum ef við viljum. Það er af nógu að taka, sem þarf að rétta við. Til að nefna nokkuð þá má til taka; kvótann, seðlabankann, bankana, stjórnina, mataröflunina, ósvífnar íbúðaskuldir og fleira og fleira.

Leiðum börn og barnabörn inná veg réttlætis og samkenndar. Við getum ef við viljum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Já kreppukallinn, þannig er það. Ég las bloggið þitt og styð þig í þínum gildum og skoðunum. Það er stór skömm því samfara að vera orðinn hluti af ofnotuðum og upplognum þúsundkalli, sem var ætlaður til að svíkja þjóðina og allar vinaþjóðirnar líka.

Hreggviður Davíðsson, 3.11.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband