Ættum við að vera hissa?

Bíðum nú við, stjórn Landsbankans, hverjir sátu í henni þegar þessi skírsla var lögð fram? Nafnið Kjartan Gunnarsson, hringir það einhverjum bjöllum? Hans besti vinur, hver er það nú aftur? Kanske rétt að umorða spurninguna. Hverjir eru hans bestu vinir? Mikið er hann Björgin G. í erfiðri aðstöðu núna. Hann hvorki spann þennan vef né vissi nægjanlega af honum, þegar hann lét tilleiðast og axlaði ábyrgð fyrir þetta hyski. Hvernig heldur fólk síðan að réttarkerfið standi sig, þegar ætlast er til að menn séu dregnir til ábyrgðar fyrir gerðir sínar? Við venjulegu verðum dregin til ábyrgðar með börnum og barnabörnum, eignalaus og skattpínd, en hitt liðið? Nei gott fólk, vinir verja vini sína. Þannig er það og hefur verið á þessu landi, allt frá gerð gamla sáttmála.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband