12.10.2008 | 01:34
Í banka sérhvers manns
Steinn Steinar var gargandi snillingur, ekkert minna en það. Það er ótrúlegt hvað kvæðið heldur sér, þegar skipt er út orðinu draumur og banki sett í staðinn.
Í banka sérhvers manns er fall hans falið, þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg, af blekkingum sem brjóst þitt hefur alið, á bak við veruleikans köldu kló.
Þinn banki býr þeim mikla mætti yfir, að mynda sjálfstætt líf sem ógnar þér, hann vex á milli þín og þess sem lifir, og þó er engum ljóst hvað milli ber.
Gegn þinni líkamsorku og andans mætti, og öndvert þinni skoðun reynslu og trú, í dimmri þ´ögn með dularfullum hætti, rís bankans bákn og jafnframt minnkar þú.
Og sjá þú fellur fyrir banka þínum, í fullkominni uppgjöf sigraðs manns, hann lykur um þig löngum armi sínum, og loksins ert þú sjálfur bankinn hans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.